Sýnir upphæð skráðrar tryggingar við hverja tryggingarstefnu fyrir hverja eign. Þetta eru vátryggingatengdar upphæðir sem bókaðar voru úr færslubók.

Til að ákvarða hvað birtist í fylkinu skal fylla út reitina í glugganum Heildarvátrygging á eign:

Dags.afmörkun

Hér má færa inn það dagsetningartímabil sem þarf að sýna upplýsingar fyrir í glugganum. Hægt er að leiðrétta efni þessa reits með því að smella á Fyrra tímabil og Næsta tímabil.

Sléttunarstuðull

Hér má velja sléttunarstuðul sem kerfið notar til að slétta upphæðir í dálkunum. Ef valið er til dæmis 1000 þá eru allar upphæðir sýndar í þúsundum.

Velja má ólík tímabil í reitnum Skoða eftir.

Í reitnum Skoða sem er hægt er að velja einn af eftirfarandi kostum til að tilgreina hvaða tegund upphæðar er sýnd í tímabilsdálkunum: Hreyfing sýnir breytingu á upphæð fyrir hvert tímabil og Staða til dags. sýnir upphæð eins og hún var síðasta dag í hverju tímabili.

Smellt er á Sýna fylki til að skoða fylkið.

Smellt er á upphæð í reitnum til að skoða þær færslur sem upphæðin samanstendur af.

Sjá einnig